Hvað geta foreldrar og forráðamenn gert

Foreldrar og forráðamenn eru ekki síður mikilvægur hlekkur í baráttunni gegn einelti. Einelti er ekki einkamál skólans, það á sér oft stað fyrir utan skóla og út í samfélaginu. Það ættu allir að vera á varðbergi gagnvart einelti og meðvitaðir um áhrif þess á líðan og þroska barna, hvort sem börnin eru þolendur eða gerendur, þeirra börn eða börn annarra. Einelti og önnur ofbeldishegðun getur verið félagslega smitandi og því brýnt að allir bregðist við ef samskipti barnanna eru ekki með besta móti.

 

ALLIR FORELDRAR GETA HJÁLPAÐ MEÐ ÞVÍ AÐ:

 • Ræða við börn sín um samskipti, kurteisi, samskiptavenjur, virðingu og hæfileikann til að setja sig í spor annarra.
 • Vera góð fyrirmynd barna sinna í samskiptum við aðra.
 • Fylgjast með líðan barnanna með því að hlusta á þau.
 • Efla hjá þeim sjálfstraust, með því að ýta undir jákvæða eiginleika þeirra.
 • Fylgjast með notkun barnanna á netinu og í símum, sérstaklega skriflegum skilaboðum.
 • Bjóða öllum af sama kyni í afmæli og partý.
 • Hvetja börnin til að vera saman í leikjum, ekki útiloka neinn og bjóða vinafáum börnum í hópinn.
 • Stofna til vinahópa í bekkjum með því markmiði að kynnast öllum börnum bekkjarins.
 • Hvetja þau til að segja frá ef einhver er lagður í einelti.
 • Hafa strax samband við skólann ef grunur vaknar um einelti hvort sem það er gegn þeirra barni eða öðru.
 • Vera í góðu sambandi við umsjónarkennara barnsins.
 • Foreldrar ræða saman sín á milli.