Námsver á unglingastigi

Í unglingadeildinni er starfrækt námsver þar sem nemendur vinna í fámennum hópi. Allir nemendur í námsverinu fylgja sínum bekk að hluta en fá aðstoð í þeim fögum sem þörf er á. Farið er í vettvangsferðir og heimsóknir í framhaldsskóla eins og kostur er. Lögð er áhersla á að góður vinnufriður sé í námsverinu. Nemendur vinna í styttri lotum og fá hvíld á milli verkefna.