Skólareglur Vatnsendaskóla
Í skólanum eiga allir nemendur rétt á að vera öryggir og geta sinnt námi sínu og leikið sér án áreitis og truflunar frá öðrum.
Það þýðir að nemendur:
- sýna hver öðrum og starfsfólki virðingu, kurteisi og tillitssemi.
- fara eftir fyrirmælum starfsmanna skólans.
- sitja með öryggisbelti spennt á meðan íþrótta- og sundrúta er á ferð.
- eru á skólalóðinni á skólatíma nema með sérstöku leyfi kennara eða annarra starfsmanna skólans.
- nota hvorki reiðhjól, vespur, rafhjól, línuskauta, hjólaskó, hjólabretti né hlaupahjól á skólalóðinni á skólatíma.
Nemendur hafa ákveðnum skyldum að gegna í skólanum.
Það þýðir að nemendur:
- mæta stundvíslega í allar kennslustundir.
- ganga um ganga skólans og eru ekki með háreysti á ferðum sínum um skólann, í matsal eða kennslustofum.
- ganga vel og snyrtilega um húsnæði skólans og eigur hans, svo sem bækur, spjaldtölvur og önnur kennslugögn, kennsluáhöld og húsgögn.
- fara í röð fyrir framan íþrótta- og sundrútu áður en þeim er hleypt inn í hana.
- fylgja fyrirmælum starfsfólks varðandi notkun GSM síma, snjallúra og spjaldtölva á skólatíma.
Í skólanum er borin umhyggja fyrir heilsu nemenda
Það þýðir að nemendur:
- neyta hvorki gosdrykkja/orkudrykkja né nokkurs sælgætis á skólatíma
- nota hvorki tóbak né rafsígarettur á skólatíma og á skólalóð eða aðra vímugjafa. Sömu reglur gilda um allt tómstundastarf, skemmtanir og ferðir á vegum skólans.
Þeir nemendur sem ekki geta farið eftir skólareglum fá viðeigandi leiðsögn:
- Kennari ræðir við nemanda og bendir honum á hvað hann hefur gert rangt og spyr nemandann um sitt hlutverk og hvort hann geti bætt fyrir brot sitt.
- Stjórnendur eru kallaðir til þegar nemendur láta ekki segjast eftir samtal við kennara.
- Tilkynnt er um brot sem send eru til skólastjórnenda til forráðamanna með símtali.
- Mál eru skráð í dagbók nemanda í Mentor að undangengnu símtali.