Eineltisáætlun

STEFNUYFIRLÝSING

Starfsfólk Vatnsendaskóla lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verði liðið í skólanum og unnið verði að því að starfsmenn, nemendur og  foreldrar geri sér grein fyrir hvað einelti er. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og brugðist verður við þeim málum sem upp kunna að koma án tafar og í góðri samvinnu. Frá skólabyrjun verði nemendum markvisst kennd góð samskipti. Nemendur skulu hvattir til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki með því að bregðast við til hjálpar og láta vita.  Gera skal nemendum grein fyrir því að það að skilja útundan  og virða aðra ekki viðlits er jafnmikið einelti og að hæðast að eða berja. Þannig verður stuðlað að vellíðan allra í sameiginlegu átaki. Vatnsendaskóli skal vera öruggur og góður vinnustaður, þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju fyrir öllum.

Hér er að finna eyðublað til að tilkynna um einelti eða samskiptavanda.