Forvarnarverkefni gegn einelti

Í Vatnsendaskóla er unnið með Vináttu – Fri for mobberi, í 1. og 2. árgangi. Verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti.

Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri sýn að einelti sé menningarlegt, samskiptalegt og félagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi og því leggjum við áherslu á að vinna með hópinn sem heild og að byggja upp góðan skólabrag.

Vinátta byggir á ákveðinni hugmyndafræði og eftirfarandi gildum:


Umburðarlyndi; Að viðurkenna og samþykkja margbreytileika hópsins og koma fram við hvert annað sem jafningja. Að sjá margbreytileikann sem styrkleika, bæði fyrir hvert barn og hópinn í heild.

Virðing; Að bera virðingu fyrir hverjum og einum einstaklingi eins og hann er og meta margbreytileikann í hópnum. Að vera góður félagi allra.

Umhyggja; Að sýna hverju barni áhuga, athygli, umhyggju, samkennd, samlíðan og hjálpsemi, jafnaldra sem yngra barni.

Hugrekki; Að börn og fullorðnir hafi hugrekki til að segja frá ef þeir sjá aðra beitta órétti og börn þjálfist í að setja sér sín eigin mörk. Að vera góður félagi sem bregst við órétti.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að Vináttu og nánar má lesa um verkefnið hér.