Erasmus

Erasmus+ er samstarfsáætlun Evrópusambandsins sem  sameinar mennta -, æskulýðs – og íþróttamál  undir einn hatt. Markmið Erasmus+ er tvíþætt; styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar og tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna sem taka þátt í Erasmus+.

Vatnsendaskóli hefur fengið Erasmus+ styrki til endurmenntunar kennara. Styrkirnir veita kennurum í Vatnsendaskóla tækifæri til að sækja námskeið á erlendri grundu.

Erasmus+ verkefnið Skapandi starf og gagnrýnin hugsun. Í þessu verkefni var lögð áhersla á að auka þekkingu okkar í skapandi starfi, gagnrýninni hugsun og útikennslu, sjá hér.

Námskeið 1: Að efla sköpunargáfu og hugsanaferli nemenda í skólastarfi (Bringing Creativity and Thinking Skills into the Educationl Process) Námskeið var haldið í nágrenni Strasbourg í Frakklandi í ágúst 2014. Birna Hugrún Bjarnardóttir, Klara Sigmundadóttir og María Ásmundsdóttir sóttu námskeiðið.

Námskeið 2: Að efla sköpunargáfu og hugsanaferli nemenda í skólastarfi, framhaldsnámskeið (Bringing Creativityand Thinking Skills into the Educational Process, Level 2) Námskeiðið var haldið í nágrenni Torino á Ítalíu í apríl 2015. Birna Hugrún Bjarnardóttir og Klara Sigurmundadóttir sóttu námskeiðið.

Námskeið 3: Ungir nemendur læra að skapa í gegnum náttúrufræðinám (Creativity through early years science education) Námskeið var haldið í Marathon nálægt Aþenu í Grikklandi í júlí 2015. Ingibjörg Bjarney Bjarnadóttir og Sara Ósk Wheeley sóttu námskeiðið.

Námskeið 4: Útikennsla með áherslu á stærðfræði, náttúrufræði og listgreinar (Outdoor Environmental Education, Teaching Math, Science and Art in the Ourdoors) Námskeið var haldið nálægt Linköping í Svíþjóð í ágúst 2015.Margrét Jóhannsdóttir og Sara Sædal Andrésdóttir sóttu námskeiðið.

Námskeið 5: Útikennsla með áherslu á að samþætta hinar ýmsu námsgreinar (Outdoor Environmental Education, Learning Different Subjects in the Context of the Outdoors) Námskeið var haldið í nágrenni Prag í Tékklandi í september 2015.María Ásmundsdóttir, Ólöf Ósk Óladóttir og Smári Þorbjörnsson sóttu námskeiðið.