Erasmus+ er samstarfsáætlun Evrópusambandsins sem sameinar mennta -, æskulýðs – og íþróttamál undir einn hatt. Markmið Erasmus+ er tvíþætt; styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar og tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna sem taka þátt í Erasmus+.
Vatnsendaskóli hefur fengið Erasmus+ styrki til endurmenntunar kennara. Styrkirnir veita kennurum í Vatnsendaskóla tækifæri til að sækja námskeið á erlendri grundu.
Erasmus+ verkefnið Skapandi starf og gagnrýnin hugsun. Í þessu verkefni var lögð áhersla á að auka þekkingu okkar í skapandi starfi, gagnrýninni hugsun og útikennslu. Verkefnið stóð frá ágúst 2014 til september 2015. Það voru 2-3 kennarar sem fóru á hvert námskeið. Sjá má heiti námskeiðanna og hvar þau fóru fram hér.