Réttindaskóli UNICEF
Vatnsendaskóli vinnur að því að verða Réttindaskóli. Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.
Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna.
Heimasíða Réttindaskóla: https://unicef.is/rettindaskoli
Barnasáttmálinn: https://www.barn.is/barnasattmalinn/
Réttindaráð
Í 12. grein Barnasáttmálans segir að öll börn eiga rétt á að taka þátt og hafa áhrif í málum er varða þau með einum eða öðrum hætti. Með Réttindaráði gefum við börnum skólans tækifæri á að segja sínar skoðanir og hafa áhrif á skólastarfið.
Í Réttindaráði Vatnsendaskóla sitja nemendur úr 3. – 10. bekk, ásamt umsjónarmönnum verkefnisins í skólanum, tveimur foreldrum og aðilum frá Stjörnuheimum og Dimmu. Fundað er að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði.
Starfsmenn
Ásta Ingunn Sævarsdóttir umsjónarkennari
Sigrún Brynjólfsdóttir deildarstjóri
Nemendur
3.bekkur: Breki Freyr, Axel, Helen Þóra og Hrafntinna Líf
4.bekkur: Unnur Þórdís og Sara Mjöll
5.bekkur: Katla Herborg, Emma Guðrún, Karen Lilja og Christina
6.bekkur: Guðrún Katrín, Heiða, Lilja Guðrún, Emelía Björk, Bryndís og Alodía
7.bekkur: Guðrún Lind
8.bekkur:Alex Bjarki, Alexander
10.bekkur: Oddrún Ýr, Sigurbjörg, Sóley Emilía