Foreldrarölt

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Við hvetjum foreldra og forráðamenn barna í Vatnsendaskóla til að taka þátt í foreldraröltinu sem er á vegum Foreldrafélags Vatnsendaskóla. Gengið er bæði föstudags- og laugardagskvöld kl 22.00 frá aðalinngangi Vatnsendaskóla. Hver bekkur fær úthlutaðar tvær til þrjár helgar yfir veturinn. Aðalmarkmið röltsins er að forðast hópamyndun unglinga eftir lögbundinn útivistartíma en einnig til að efla samskipti foreldra og forráðamanna barna í Vatnsendaskóla. Þannig erum við til staðar fyrir börnin í hverfinu og bætum hverfisbraginn. Gott að er að hafa í huga að yngri börnin eiga líka eftir að vera unglingar 🙂

 

Fyrirkomulag

Gengið er frá aðalinngangi skólanum kl. 22:00 bæði föstudags- og laugardagskvöld, gott er að vera í endurskinsvestum. Hægt verður að nálgast endurskinsvesti í Skalla Ögurhvarfi og skila þeim þangað aftur fyrir næsta rölt. (Athugið að Skalli lokar kl. 22:00 og þarf því að sækja þau fyrir þann tíma og skila þeim daginn eftir.)

 

Skráning og dagsetningar

Þeir sem hafa tök á að rölta skrá nafn sitt í þetta skjal, við viðeigandi dagsetningu: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1P5hJHmSG44in55gok4yVXQnQmRG-glrpYhDruP5sYQg/edit?usp=sharing

Hvert rölt tekur ca. 45-60 minútur og er hægt að rölta hinar ýmsu leiðir.

Hér eru nokkrar af þeim leiðum sem hægt er að ganga:

 

Leið A (leiðarlýsing fyrir röltskýrslu): Gengið frá Vatnsendaskóla að Sólfhvörfum (leikskóli) gengið niður Akurhvarf, upp Vatnsendaveg að Þingatorgi þaðan niður Þingmannaleið að leikskólanum Aðalþingi. Gengið niður Ásaþing og göngustíg að Fróðaþingi, þaðan niður að Elliðahvammsvegi og upp í Grandahvarf og endað í Vatnsendaskóla.

 

Leið B (leiðarlýsing fyrir röltskýrslu): Gengið frá Vatnsendaskóla upp Vatnsendaveg að Þingmannaleið, Þingmannaleið gengin niður að Dalaþingi. Dalaþing að Elliðahvammsvegi og þaðan í Grandahvarf og endað í Vatnsendaskóla.

 

Leið C (leiðarlýsing fyrir röltskýrslu): Gengið frá Vatnsendaskóla, niður Fornahvarf að Breiðahvarfi og niður Fornahvarf að Dimmuhvarfi. Þá gengið inn á Bonus/Skalla plan upp Vatnsendavarf, Álfkonuhvarf að Akurhvarfi og endað aftur við Vatnsendaskóla.

 

Leið D (leiðarlýsing fyrir röltskýrslu): Gengið frá Vatnsendaskóla, Funahvarf í átt að Ennishvarfi, göngustígur neðan Ennishvarfs genginn niður að Skalla og þaðan í Dimmuhvarf, Fornahvarf, Breiðahvarf og göngustígur að Fornahvarfi neðan Vatnsendaskóla og þaðan í Vatnsendaskóla.

 

Að rölti loknu þarf eitt ykkar að sjá um að skrá röltskýrslu og er það gert á vef Samkóp: www.samkop.is/roltskyrsla

Athugið að ef þið eruð með GPS track í símanum (Strava) þá er hægt að hlaða upp mynd af rölti með röltskýrslunni eða notað meðfylgjandi myndir og leiðarlýsingu.

 

Ef þið rekist á einhverja unglinga, þá þarf að spyrja hvort þau séu ekki á leiðinni heim. Ef hinsvegar einhver hópamyndun er sýnileg, þá er bara að meta aðstæður og hringja í ÚTIVAKTARSÍMA félagsmiðstöðvanna 618-6677 eða í lögregluna.

 

Kveðja

Stjórn foreldrafélags Vatnsendaskóla