Valgreinar á unglingastigi

Valgreinar

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk velja fimm kennslustundir og geta að hámarki fengið fjórar kennslustundir í afslátt á viku.

Hægt er að fá íþróttaiðkun og/eða annað nám metið sem valgrein. Ef nemendur stunda nám utan skóla jafngildir tveggja klukkustunda nám einni kennslustund í vali.

Athugið að nemendur velja bæði fyrir haust- og vorönn. Af gefnu tilefni er vert að taka fram að vinna nemenda telst ekki sem val utan skóla.

Valgreinar falla niður ef ekki næg þátttaka næst. Lágmarksfjöldi í hóp er 12 nemendur.