Hver geta einkenni þolenda verið?

Að þekkja einkenni

ÞOLENDUR EINELTIS

Barn sem verður fyrir einelti líður yfirleitt mjög illa. Barnið er oft hrætt, einmana og með lítið sjálfstraust. Það kvíðir því að fara í skólann, er gjarnan spennt, óöruggt og verður jafnvel veikt án sýnilegra sjúkdómseinkenna. Langvarandi einelti getur leitt til alvarlegra vandamála eins og þunglyndis og neikvæðrar hegðunar. Þolendur eineltis skammast sín oft fyrir eineltið, kenna sjálfum sér um og segja því ekki frá eineltinu.

 HUGSANLEG HEGÐUNAREINKENNI HJÁ ÞOLANDA:

  • Hann neitar að fara í skólann.
  • Hann fer  krókaleiðir í og úr skólanum og helst ekki einn.
  • Hann kemur iðulega of seint í skóla eða heim úr skóla.
  • Depurð og kvíði einkenna hann.
  • Námsáhugi minnkar og einkunnir lækka.
  • Hann „týnir“ fötunum sínum, kemur heim með skemmdar bækur eða rifin föt og jafnvel skrámur sem hann getur ekki útskýrt.
  • Hann leikur sér minna við önnur börn og vill ekki taka þátt í félagsstarfi í skólanum.
  • Hann verður erfiður viðureignar og neitar að segja hvað amar að.