Stjörnuheimar

Stjörnuheimar, sími 621 4170

Forstöðumaður: Ari Magnús Þorgeirsson sími 621-4170, 

Stjörnuheimar er frístund Vatnsendaskóla og er opin nemendum skólans í 1. til 4. bekk frá kl. 13:10 til 17:00 alla daga sem starfsemi er í skólanum. Skipulagsdagar eru þó tveir, einn dagur að hausti og einn dagur að vori og eru auglýstir sérstaklega. Stjörnuheimar er ekki opnir í vetrarfríum skólanna. Starfsemi Stjörnuheima hefst fyrsta skóladag að hausti og lýkur á skólaslitadegi að vori. Sumardvöl er í boði fyrir verðandi nemendur 1. bekkja í 2 vikur áður en skóli hefst að hausti.

Sími Stjörnuheima er 621 4170, sími fyrir 1. og 2. bekk er 621-4171, sími fyrir 3. og 4. bekk er 621-4172 en einnig er hægt að ná sambandi við Stjörnuheima í gegnum skiptiborð skólans. Vinsamlegast hafið samband að morgni áður en starfsemi hefst.

Dagskrá Stjörnuheima byggir á frjálsum leik innan ákveðins ramma og verkefnum. Spil, föndur og hlutverkaleikir eru vinsæl auk inni- og útileikja. Einnig er farið í vettvangsferðir og unnið með þema ferðanna þegar heim í skóla er komið.

Hressing í Stjörnuheimum hefst kl. 13:45. Greitt er fyrir hressingu 144.- krónur á dag. Börnin fá brauð, ávexti og fleira.

Markmið

Markmið Stjörnuheima er að bjóða nemendum upp á athvarf þar sem þeir geta dvalið utan skólatíma. Lögð er áhersla á siðferðilegt og félagslegt uppeldi nemenda. Einnig er lögð áhersla á að Störnuheimar séu nemendum fastur punktur í tilverunni, annað heimili þar sem gott er að koma og dvelja við skapandi störf og leiki.

Starfsreglur fyrir frístundir við grunnskóla Kópavogs

Frístundir starfa við alla grunnskóla bæjarins og stendur til boða fyrir öll börn í 1. – 4. bekk. Frístund er frjálst val þar sem börn dvelja við leik og skapandi starf í umsjá starfsfólks eftir að skóla lýkur. Börnin eru skráð inn í frístund og fylgst vel með hvar þau eru að leik og starfi uns þau eru skráð út við brottför.

Stjórnun

Skólastjóri hvers skóla ber rekstrarlega og faglega ábyrgð á starfsemi frístundar. Ábyrgð á daglegri starfsemi er í höndum forstöðumanns.

Umsóknir

Umsóknir fara fram í gegnum íbúagátt Kópavogsbæjar. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá forstöðumanni Stjörnuheima.

Gjaldskrá

Á heimasíðu Kópavogsbæjar eru allar upplýsingar, sjá hér

Greiðslur og innheimta

Innheimta dvalar- og matargjalda fyrir frístund fer fram hjá Innheimtudeild Kópavogsbæjar. Dvalargjöld skulu greiðast fyrirfram í hverjum mánuði. Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 10 dögum síðar. Innheimta fer fram samkvæmt innheimtureglum Kópavogsbæjar. Ef skuldin er komin á þriðja mánuð er plássinu sagt upp frá og með næstu mánaðamótum þar á eftir.

Börn með sérþarfir

Skólastjóri og umsjónarmaður Stjörnuheima meta í samráði við foreldra hvort þörf sé á stuðningi við börn í frístund. Sé þörf á stuðningi sækir skólastjóri um stuðning til sérkennsluþjónustufulltrúa sem metur umsóknina.

Ef velferð barns krefst þess skal umsjónarmaður frístundar fá upplýsingar frá skóla um barnið.

Starfsfólk

Í hverri frístund starfar umsjónarmaður sem ber ábyrgð á daglegu starfi. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 15 börnum að jafnaði á hvern starfsmann í frístundinni. Skólarnir ráða einnig yfir fjármagni til að ráða kennara til starfa við sérstök verkefni eins og t.d. íþróttir og myndlist o.s.frv.

Húsnæði

Heimastofa Stjörnuheima er staðsett á neðstu hæð skólans með inngang af neðra bílastæði. Hópar eru hins vegar víðs vegar um skólann í kennslustofum.