Elliðavatn – Hættusvæðir á ís

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hættunni sem skapast af Elliðavatni þegar ís er á vatninu. Straumar í vatninu gera það að verkum að á ákveðnum svæðum verður ísinn ótraustur.

Þeir sem detta í gegnum ís eiga erfitt með að komast upp úr vatninu aftur án aðstoðar. Þeir sem aðstoða við slíkar aðstæður þurfa að gæta að eigin öryggi og notast við kaðla, stigi eða annan björgunarbúnað til að ná út að vökinni án þess að eiga á hættu að detta sjálfir í gegnum ísinn.

Ef slys ber að höndum skal strax hafa samband við 112.

Tengill: Elliðavatn – hættusvæði á ís