Skólasöngur

Vatnsendaskóli er skólinn minn og þinn

Þú kemur inn í þetta hús

til að læra, leika og starfa fús.

Hér hittir þú alla þína vini,

Vatnsendadætur og Vatnsendasyni.

 

Vatnsendaskóli góður er,

mér finnst gott að koma og vera hér.

Fyrir skólanum ég virðingu ber

og vinátta allra fylgir mér.

Í skólanum okkar er gaman.

Við lærum eitthvað nýtt, hittum vini, hvað er títt

allir læra og syngja saman

Vatnsendaskóli er skólinn minn og þinn

 

Lag og texti: Baldvin Snær Hlynsson og Þóra Marteinsdóttir