Námsver á yngsta stigi

Þúfa

Kennsla og þjálfun fer þar fram fyrir nemendur sem þurfa á sérkennslu, stuðningi og félagsfærniþjálfun að halda. Allir nemendur í námsverinu fylgja sínum bekk en fá námslega eða félagslega aðstoð eftir þörfum.

Hólar

Námsverið er fyrst og fremst ætlað þeim nemendum sem eiga erfitt með að ná tökum á lestrarfærninni. Áhersla er lögð á markvissa einstaklingsmiðaða sérkennslu og að koma til móts við nemendur á fjölbreyttan hátt með verkefnum sem hæfa hverjum og einum.