Skilgreining á einelti

Einelti er endurtekið, andlegt eða líkamlegt ofbeldi og/eða félagsleg útskúfun sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þolandann. Einelti á sér stað á milli tveggja einstaklinga eða einstaklings og hóps.

Einelti getur birst í mörgum myndum, það getur verið:

  • Líkamlegt, t.d. barsmíðar, spörk og hrindingar.
  • Munnlegt, t.d. uppnefni, niðrandi athugasemdir og endurtekin stríðni.
  • Skriflegt, t.d. niðrandi tölvuskeyti, sms-skilaboð, krot og bréfasendingar.
  • Óbeint. t.d. baktal, útskúfun eða útilokun úr félagahóp.
  • Efnislegt, t.d. eigum barns stolið eða þær eyðilagðar.
  • Andlegt, t.d. þegar barnið er þvingað til að gera eitthvað sem gengur gegn réttlætiskennd þess og sjálfsvirðingu.