Um skólann

Saga skólans

Fyrsti skólasetningardagur í Vatnsendaskóla var 22. ágúst 2005.
Skólinn stendur í hlíð sem hallar að Elliðavatni, einni helstu náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins.
Góðar forsendur eru fyrir hendi að tengja skólastarfið við umhverfið með virkum hætti.
Göngustígur liggur frá skólanum niður að vatninu og tengist stígakerfi sem opnar leið að fjölbreyttum náttúru- og útivistarsvæðum.
Tvær sérhannaðar náttúrufræði- og raungreinastofur eru í skólanum.

Fyrsta veturinn voru um 120 börn í 1.- 6. bekk í skólanum og á öðru starfsári voru nemendur um 200 talsins í 1.-8. bekk.
Þann vetur komu börn fædd 1993 ný inn í skólann og urðu um leið elstu börnin í skólanum í 8. bekk.
Á þriðja starfsárinu voru nemendur um 270 í 1.- 9. bekk. Ári síðar voru þeir 317 í 1.- 10. bekk og fyrsti árgangurinn útskrifaðist 6. júní 2009.

Skólaár Árgangar  Fjöldi nemenda
2005 – 2006 1. – 6. bekkur 120
2006 – 2007 1. – 8. bekkur 200
2007 – 2008 1. – 9. bekkur 270
2008 – 2009 1. – 10. bekkur 317
2009 – 2010 1. – 10. bekkur 355
2010 – 2011 1. – 10. bekkur 387
2011 – 2012 1. – 10. bekkur 426
2012 – 2013 1. – 10. bekkur 465 
2013 – 2014 1. – 10.bekkur 504
2014 – 2015 1. – 10. bekkur 534
2015 – 2016 1. – 10. bekkur 551
2016 – 2017 1. – 10. bekkur 566
2017 – 2018 1. – 10. bekkur 592
2018 – 2019 1. – 10. bekkur 610
2019 – 2020 1. – 10. bekkur 595
2021 – 2022 1. – 10. bekkur 569
2022 – 2023 1. – 10. bekkur 574

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haustið 2005 var ein kennsluálma tilbúin til notkunar. Önnur kennsluálma og verkgreinahús bættist við haustið 2006
og unglingaálman var tekin í notkun á þriggja ára afmæli skólans haustið 2008.
Á sama tíma  var skrifstofuhúsnæði, bókasafn og mötuneyti opnað. Síðasta byggingaáfanganum lauk með vígslu samkomusalar 26. janúar 2012.

Ár Bygging
Haust 2005 1. kennsluálma (yngsta stig)
Haust 2006 2. kennsluálma (miðstig) og verkgreinahús.
Haust 2008 3. kennsluálma (unglingastig), skrifstofa, bókasafn og mötuneyti.
Janúar 2012 Samkomusalur, tónmenntastofa og félagsaðstaða (Dægradvöl og félagsmiðstöðin Dimma)
Ágúst 2013 Tvær færanlegar kennslustofur á skólalóð
Ágúst 2014  Bætt við kennslustofu á efri gangi
Maí 2016  Hafist handa við byggingu íþróttahúss við skólann
Júní  2018 Framkvæmdum við íþróttahús lokið