Námsráðgjöf

Guðrún Svava Þrastardóttir, gudrunsvava@kopavogur.is

Námsráðgjafi er í 100% starfi og til viðtals eftir samkomulagi.

Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmaður nemenda og trúnaðarmaður þeirra. Námsráðgjafi stendur vörð um velferð nemenda og styður þá bæði í námi og í persónulegum málum.

Helstu verkefni námsráðgjafa:

  • Að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum, þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.
  • Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Að undirbúa nemendur undir flutning á milli skóla og / eða skólastiga.
  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.
  • Að veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.

Nemendur og foreldrar geta óskað eftir viðtölum hjá námsráðgjafa m.a varðandi:

  • Einelti
  • Samskiptavanda heima og / eða í skólanum
  • Ráðgjöf við nám og námsval
  • Áföll
  • Námserfiðleika
  • Vanlíðan
  • Ofbeldi
  • Sjálfsmynd og sjálfstraust
  • Hegðunarvanda

Samstarf við aðra

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur, kennara og foreldra við að leita lausna. Ef upp koma vandamál sem falla utan starfs-og þekkingarsviðs námsráðgjafa vísar hann nemendum áfram  til viðeigandi sérfræðinga. Námsráðgjafi situr alla nemendaverndarráðsfundi og á sæti í eineltisteymi skólans.

Námsráðgjafinn er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda og aðstandendur þeirra, að undanskyldu 17 gr. Barnaverndarlaga frá árinu 2002 en þar segir:

Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.