Á miðstigi er starfrækt námsver þar sem áhersla er á sérkennslu, stuðning og félagsfærni. Allir nemendur í námsverinu fylgja sínum bekk en fá aðstoð í þeim fögum sem þörf er á. Lögð er áhersla á að góður vinnufriður sé í námsverinu. Nemendur vinna í styttri lotum og fá hvíld á milli verkefna.