Réttindaskóli UNICEF

Vatnsendaskóli er  Réttindaskóli og er markmið Réttindaskóla að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.

Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna.

Heimasíða Réttindaskóla: https://unicef.is/rettindaskoli

Barnasáttmálinn: https://www.barn.is/barnasattmalinn/

Réttindaráð

Í 12. grein Barnasáttmálans segir að öll börn eiga rétt á að taka þátt og hafa áhrif í málum er varða þau með einum eða öðrum hætti. Með Réttindaráði gefum við börnum skólans tækifæri á að segja sínar skoðanir og hafa áhrif á skólastarfið.

Í Réttindaráði Vatnsendaskóla sitja nemendur úr  3. – 10. bekk, ásamt umsjónarmönnum verkefnisins í skólanum og aðilum frá Stjörnuheimum og Dimmu. Fundað er að jafnaði einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði.

Starfsmenn

Ásta Sævarsdóttir grunnskólakennari

Lovísa Hannesdóttir deildarstjóri

Nemendur

5. árgangur: Súsanna Kristín, Irma Katrín, Stefanía, Herdís Kolka.

6. árgangur: Ellý Ohm, Magnús Thor, Margrét Halldóra, Emilía Heba.

7. árgangur: Vida Von, Kamilla Mist, Guðný Rut, Sara Mjöll, Sólveig Lea.

Réttindaráð unglingadeildar: Nemendur í félagsmálavali Dimmu

Nemendur í 1. og 2. árgangi eru í Barnaráði Stjörnuheima.