Skólareglur

Skólareglur Vatnsendaskóla

Í skólanum eiga allir nemendur rétt á að vera öruggir og geta sinnt námi sínu og leikið sér án áreitis og truflunar frá öðrum.

Það þýðir að nemendur:

  • Sýna hver öðrum og starfsfólki virðingu, kurteisi og tillitssemi.
  • Fara eftir fyrirmælum starfsmanna skólans.
  • Sitja með öryggisbelti spennt í rútuferðum á vegum skólans.
  • Eru á skólalóðinni á skólatíma nema með sérstöku leyfi kennara eða annarra starfsmanna skólans.
  • Nota hvorki reiðhjól, vespur, rafhjól, línuskauta, hjólaskó, hjólabretti né hlaupahjól á skólalóðinni á skólatíma.

Nemendur bera ákveðna ábyrgð í skólanum.

Það þýðir að nemendur:

  • Mæta stundvíslega í allar kennslustundir.
  • Ganga rólega um ganga skólans.
  • Eru ekki með háreysti á ferðum sínum um skólann, í matsal eða kennslustofum.
  • Ganga vel og snyrtilega um húsnæði skólans og eigur hans, svo sem bækur, spjaldtölvur og önnur kennslugögn, kennsluáhöld og húsgögn.

Í skólanum er borin umhyggja fyrir heilsu nemenda.

Það þýðir að nemendur:

  • Neyta hvorki gosdrykkja/orkudrykkja né nokkurs sælgætis á skólatíma.
  • Nota hvorki nikótínpúða, tóbak, rafsígarettur eða aðra vímugjafa á skólatíma og á skólalóð.
  • Nota ekki snjallsíma, GSM síma né símaúr í skólahúsnæðinu né á skólalóð.

Sömu reglur gilda um allt tómstundastarf, skemmtanir og ferðir á vegum skólans.

Viðbrögð við brotum á skólareglum.

Þeir nemendur sem ekki geta farið eftir skólareglum fá viðeigandi leiðsögn:

  1. Kennari ræðir við nemanda og bendir honum á hvað hann hefur gert rangt og spyr nemandann um sitt hlutverk og hvort hann geti bætt fyrir brot sitt.
  2. Ef nemandi lætur ekki segjast hefur kennari samband við foreldra símleiðis og skráir í dagbók á Mentor. Kennari boðar foreldra á fund ef þurfa þykir.
  3. Stjórnendur eru kallaðir til ef nemendur láta ekki segjast eftir samtal við kennara og foreldra.
  4. Ítrekuð brot sem send eru til skólastjórnenda skal tilkynna til forráðamanna með símtali og boðað til fundur með stjórnendum og kennara.
  5. Öll alvarlegri mál sem eru skráð í dagbók nemanda í Mentor eru tilkynnt til foreldra að undangengnu símtali.

Þegar alvarlegri brot eiga sér stað, t.d. brot sem fela í sér hverskonar ofbeldi s.s.rafrænt, líkamlegt eða andlegt.

  • Getur komið til þess að foreldrar þurfi að sækja nemendur tafarlaust í skólann.
  • Ef um ræðir alvarlegt brot á notkun á snjalltæki er tækið tekið af nemendum tímabundið í samráði við foreldra.
  • Verði nemandi uppvís að óheimilli notkun snjall- eða GSM síma í skólanum skal hann samstundis ganga frá síma í skólatösku eða afhenda kennara/starfsmanni skólans símann. Kennari skráir atvik í Mentor.
  • Við ítrekuð brot er nemanda vísað til skólastjórnenda og foreldrum tilkynnt um atvik og boðuð á fund með kennara og/eða stjórnendum. Nemandi geymir símtækið heima.
  • Við alvarleg brot er nemanda vísað til skólastjórnenda og foreldrar boðaðir á fund eins fljótt og hægt er.