Föstudaginn 22. febrúar kepptu 26 nemendur Vatnsendaskóla á Íslandsmótinu í skák sem fram fór í Faxafeni í Reykjavík. Nemendur skiptust í 6 sveitir og fengu fjórar þeirra verðlaun á mótinu sem er mjög góður árangur. B-sveitin lenti í 3. sæti Íslandsmeistara og fékk bronsverðlaun og bikar. C-sveit, E-sveit og F-sveit voru efstar í sínum flokki og fengu verðlaun. Allir þátttakendur frá Vatnsendaskóla lögðu sig fram og stóðu sig með miklum sóma.