Skólastarf síðustu þrjár vikur hefur verið með einstökum hætti, allir hafa lagt sig fram og eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Skólastarfið heldur áfram eftir páska með svipuðum hætti og senda kennarar ykkur nánari útfærslu varðandi skipulag. Það er ánægjulegt að upplifa samkenndina og kraftinn sem allir hafa sýnt við þessar fordæmalausu aðstæður.
Við viljum líka upplýsa ykkur um að María Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri hefur verið ráðin nýr skólastjóri Vatnsendaskóla og er mikil ánægja meðal starfsmanna skólans með þá ráðningu. Við óskum Maríu farsældar í nýju starfi.
Við vonum að allir eigi notalegt páskafrí framundan og óskum ykkur gleðilegra páska.
Stjórnendur og starfsfólk Vatnsendaskóla.