Aðalfundur Foreldrafélags Vatnsendaskóla fór fram í Kríunesi þriðjudaginn 22.september. Stjórn félagsins kynnti starfsemi þess og flutti skýrslu stjórnar en helstu viðburðir síðasta árs voru; fræðslufundur fyrir bekkjarfulltrúa, Halloween ball, fræðslufundur fyrir foreldra um Kynheilbrigði og „Glow in the dark“ ball. Tilmæli Almannavarna um samkomutakmarkanir takmörkuðu frekari starfsemi félagsins og sér ekki fyrir endann á því ferli. Kosið var í stjórn félagsins sem hefur nú skipt með sér verkum. Allar upplýsingar frá foreldrafélaginu eru settar undir flipann „Foreldrar“ hér á síðunni.