Ný reglugerð tók gildi 1. janúar 2021 til og gildir til með 28. febrúar, eða þar til annað kemur í ljós. Það þýðir að í Vatnsendaskóla verður skólastarf með eðlilegum hætti eins og kostur er.
Allir þurfa að gæta vel að persónulegum sóttvörnum, bæði nemendur og starfsmenn. Handþvottur og sprittun eru mikilvægir þættir í þeim vörnum. Við brýnum einnig fyrir bæði nemendum og starfsfólki skólans að ef þeir eru með minnstu einkenni af flensu eða kvefi að halda sig heima og fara í skimun. Nánari upplýsingar er að finna á covid.is.
Einnig biðjum við foreldra og aðstandendur að koma ekki inn í skólann nema nauðsyn beri til og að fylgjast vel með tölvupóstum og/eða skilaboðum frá skólanum því skólastarfið getur breyst með skömmum fyrirvara.
Hér er linkur á reglugerð um takmörkun á skólastarf í grunnskólum vegna farsóttar.