Alþjóðlegi „Stelpur og tækni“ dagurinn (Girls in ICT Day) var haldinn í níunda sinn hér á landi, 19.maí. Háskólinn í Reykjavík skipuleggur viðburðinum á Íslandi og voru u.þ.b. 750 stelpur sem tóku þátt. Hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. Dagurinn var tvískiptur, annars vegar var farið í fyrirtækjaheimsókn og hins vegar í vinnustofu í HR. Hópurinn okkar fór í heimsókn á verkfræðistofuna Mannvit fyrir hádegi. Þar tóku fjórar ungar konur á móti okkur og sögðu frá sinni menntun og störfum hjá fyrirtækinu. Einnig sýndu þær okkur rannsóknastofu fyrirtækisins þar sem ýmis byggingarefni eru rannsökuð. Í Hádeginu sameinaðist allur hópurinn í HR þar sem Áslaug Arna ráðherra talaði við stelpurnar. Eftir hádegishressingu var stelpunum boðið upp á vinnustofu þar sem ung kona kynnti máltækni fyrir stelpunum okkar. Það var virkilega vel að þessum degi staðið og stelpurnar okkar voru áhugasamar og skólanum til sóma. Sjá má myndir frá deginum á FB síðu skólans.