Vatnsendaskóli fagnar fjölbreytileikanum og hefur dregið fána hinsegins fólks að húni. Þess má geta að á hausti komanda verður öllum nemendum í 10.bekk í grunnskólum Kópavogs boðið á rómaða heimildasöngleik Bjarna Snæbjörnssonar og Grétu Kristínar Ómarsdóttur, Góðan daginn, faggi, í Salnum í Kópavogi. Hinir ástsælu Gunni og Felix munu einnig bjóða upp á sýningar í Salnum í Kópavogi þar sem fléttað er saman pælingum um alls konar fjölskyldumynstur, skapandi skrif, glens og gleði sem nemendum í 7.bekk í grunnskólum Kópavogs verður boðið á. Sýningarnar verða styrktar af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.