Jákvæðir leiðtogar-Leikjafjör
Um árabil hefur verið boðið uppá skipulagða leiki í útivist í Vatnsendaskóla. Við lítum á það sem góða leið til þess að efla börn í jákvæðum samskiptum. Reynsla okkar í Vatnsendaskóla á þessum tíma sýnir að minna er um árekstra á milli barna og fleiri koma glaðir inn eftir útivist.
Það er áskorun fyrir börn að taka að sér að stjórna öðrum börnum í leik og til að styrkja þau byrjum við hvert leikjatímabil með undirbúningsfundi. Engin bilbugur er sýnilegur hjá þeim sem taka að sér að stjórna leik, frekar gleði og spenna.
Nemendur í 3. – 7.bekk geta boðið sig fram til þess að stjórna leikjum í útvist þrisvar í viku tvær vikur í senn. Á undirbúningsfundi er lögð áhersla á það við nemendur að vera jákvæðir leiðtogar og þau hvött til að:
- koma vel fram
- sýna öðrum virðingu
- sýna gott fordæmi
- vera hjálpsamir
Stjórnendur í Leikjafjöri velja leiki til að fara í útivist, þeir bera ábyrgð á þeim leikföngum sem notuð eru í leiknum, þeir stjórna leiknum og gæta þess að farið sé að reglum. Kennarar eru alltaf með í útivist og aðstoða stjórnendur í Leikjafjöri eftir því sem þörf krefur.
Til að þakka nemendum fyrir framlag sitt í útivist er þeim boðið uppá spilastund og hressingu í lok hvers tímabils.