Skólasetning Vatnsendaskóla

Senn líður að lokum sumarleyfa og að skólastarf hefjist. Starfsfólk hefur þegar hafist handa við undirbúning og hlakkar til að hitta nemendur og foreldra.

Skólasetning nemenda í 2.-10. árgangi er föstudaginn 23.ágúst.

Skólasetningar eru eftirfarandi:

  • 09:00-10:30   2.-3. árgangur
  • 10:00-11:30   4.-5. árgangur
  • 10:30-12:00   6.-7. árgangur
  • 11:00-12:30   8.-10. árgangur

Skólasetning, dagskrá:

2.-7. árgangur

  • Skólaár sett í hátíðarsal skólans
  • Nemendur fara með umsjónarkennarateymi á heimsvæði
  • Farið yfir stundatöflu, stundvísi og skólareglur
  • Dagskrá samvinnudaga kynnt
  • Samvinnuleikir

8.-10. árgangur

  • Skólaár sett í hátíðarsal skólans
  • Val nemenda kynnt
  • Nemendur fara með umsjónarkennarateymi á heimsvæði
  • Farið yfir stundatöflu, stundvísi og skólareglur
  • Dagskrá samvinnudaga kynnt
  • Samvinnuleikir

Skólaboðunarviðtöl fyrir nemendur í 1. árgangi og forsjáraðila þeirra verða dagana 21. og 22. ágúst. Umsjónarkennarar hafa nú þegar sent upplýsingar til foreldra og forráðamanna.

Frístund er lokuð föstudaginn 23.ágúst.

Nýjum nemendum í 2.-10. árgangi er boðið í heimsókn fimmtudaginn 22.ágúst kl:14:00. Þá hitta þeir umsjónarkennara sína og er boðið að skoða skólann.

Skóli hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 26.ágúst.

Posted in Fréttir.