Dagur íslenskrar tungu er á morgun. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar. Við héldum upp á daginn með hátíð í íþróttasal skólans þar sem allir nemendur og starfsfólk komu saman. María skólastjóri setti hátíðina og svo tóku við skemmtiatriði. Kór skólans söng nokkur lög, flutt voru tvö tónlistaratriði og Stóra upplestrarkeppnin kynnt. Fulltrúi skólans í fyrra, Guðrún Katrín las upp stuttan texta. Hátíðin tókst vel og nemendur voru til fyrirmyndar.