Einn af föstu liðunum okkar í desember er að taka þátt í forritunarvikunni „Hour of Code“ (klukkustund kóðunar). Klukkustund kóðunar er árlegt alþjóðlegt átak í forritun sem gengur út á það að fá sem flesta til þess að skoða og kynna sér forritun á myndrænan og skemmtilegan hátt í eina klukkustund. Vinabekkir skólans munu hittast þar sem eldri nemendur aðstoða þá yngri við forritunina.
Á vefsíðu viðburðarins code.org má finna ógrynni af efni til forritunar. Búið er að íslenska efnið að stórum hluta og eykur það og einfaldar aðgengi nemenda. Efnið er skemmtilegt, áhugavert og hvetjandi. Við hvetjum nemendur til að forrita heima líka.