Í þessari viku verða þemadagar í skólanum frá þriðjudeginum 25. mars til fimmtudagsins 27. mars. Að þessu sinni er þemað tileinkað hinum ýmsu listformum og verður nemendum blandað saman þvert á árganga.
Föstudaginn 28. mars verður opið hús fyrir foreldra/forráðamenn frá klukkan 8:30 -9:30. Þá gefst öllum tækifæri til að sjá afrakstur þemans. Frá klukkan 9:30 er hefðbundinn skóladagur hjá nemendum.