Vatnsendaskóli tók þátt í verkefni á vegum Evrópusambandsins ásamt sjö öðrum löndum. Þau lönd sem tóku þátt voru Portúgal (Madeira), Grikkland, Holland, Ítalía, Rúmenía, Spánn (Kanarí eyjar) og Kýpur.
Þetta vekefni fékk heitið Astr@ctive og snýst um að samþætta stjörnufræði og hreyfingu.
Verkefnið hófst á Íslandi í janúar 2023 og þá var ákveðið að 16 nemendur í Vatnsendaskóla fengju að fara í þessar þrjár ferðar ásamt tveimur kennurum úr skólanum. Fyrsta ferðin var til Rúmeníu í lok september og þangað fóru 5 nemendur. Gist var í 10.000 manna þorpi í viku, þar sem heimamenn kynntu land og þjóð.
Ferð númer tvö var í apríl 2024 til Portúgal (Madeira) þangað fóru einnig 5 nemendur og tveir kennarar. Dagskráin í þeirri ferð snérist mjög mikið um útinám t.d stjörnuskoðun, íþróttir á landi og sjó. Þessi ferð heppnaðist mjög vel þar sem krakkarnir fengu að njóta sín í botn. Ásamt því að kynnast krökkunum frá öðrum löndum sem voru í ferðinni. Síðasta og ekki síðsta nemendaferðin var til Grikklands þar sem litill bær var heimsóttur sem heitir Lamía. Í þá ferð fóru 6 nemendur ásamt tveimur kennurum, þar fórum við stjörnuskoðun og fengum fræðslu um plánetur frá stjörnufræðingi sem sér einnig um að taka myndir fyrir NASA. Ásamt þessu öllu voru vinnustofur í skólanum hjá heimamönnum sem snérust um viðfangsnefnið. Þessi ferð heppnaðist mjög vel ásamt hinum ferðunum.
Verkefnið kláraðist í febrúar 2025 á Gran Kanarí þar sem einungis kennarar hittust til að ljúka og kynna verkefnið fyrir heimamönnum. Sjónvarpið og útvarpið mætti til að skoða afraksturinn af þessari vinnu . 19.mars var svo haldin kynning fyrir kennara Vatnsendaskóla þar sem verkefnið var kynnt, afrakstur og myndir úr nemendaferðum sýndar.
Sjá má myndir á FB síðu skólans.