Okkar skóli er verkefni hjá Kópavogsbæ sem að gengur út á að gefa nemendum í grunnskóla ákvörðunarrétt um hvernig þeir vilja nýta ákveðna fjárupphæð árlega til að bæta aðstöðu nemenda í hverjum skóla. Einnig er markmiðið að efla lýðræðislega virkni barna og ungmenna í mótun og þróun á eigin skólaumhverfi.
Hver árgangur skilaði fjórum tillögum að umbótum á skólaumhverfi sínu. Tillögurnar voru flokkaðar og sameinaðar. Réttindaráð Vatnsendaskóla kaus áfram tvær tillögur af yngsta, mið- og elsta stigi.
Alls bárust 281 atkvæði sem að gerir tæpleg 50% þátttöku ef gert er ráð fyrir að allir nemendur kjósi einu sinni.
Niðurstöðurnar eru þessa:
Afþreying í frímínútum fyrir nemendur (29,6%).
Við munum kaupa margskonar dót til afþreyingar, sem dæmi:
- Bolta af öllum gerðum
- Sippubönd
- Krítar
- Fjölbreytt spil
- Annað útidót
Auka fjölbreytileika í morgunmat (29,2%).
Við munum leggja áherslu á að bjóða upp á :
Haframjólk, kanil, kanilsykur, rúsínur og fræ flesta daga með hafragrautnum.
Þá stefnum við á að bjóða 1x í mánuði upp á eitthvað annað, sem dæmi:
- Ristað brauð
- Morgunkorn
- Súrmjólk
Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og vonum að enn fleiri taki þátt að ári.