Í apríl héldum við árgangamót í skák í Vatnsendaskóla. Skákkennari skólans Lenka Ptacnikova stýrðu mótinu ásamt Lovísu Hannesdóttur deildarstjóra og var mjög góð þátttaka. Þegar allir árgangar höfðu lokið keppni var haldið lokamót um Skákmeistara Vatnsendaskóla ásamt skákmeistara hvers stigs þar sem allir sem lentu í þremur efstu sætunum í sínum árgangi tóku þátt. Að loku báru þrír sigur úr býtum á hverju stigi, á yngsta stigi var Kristín Jóna Hjartadóttir í fyrsta sæti, Þorgrímur Aðalgeirsson í öðru sæti og Arnór Bjarki Viktorsson varð í því þriðja. Á miðstigi deildu Andri Dagur Gíslason og Eliada Yonatan Afework þriðja sætinu, Vilhjálmur Gísli Guðnason varð í öðru sæti og Andri Claessen hreppti fyrsta sætið. Á unglingastigi urðu úrslitin eins á skákmeistari unglingastigs og skólans og varð Hrannar Már Másson í þriðja sæti, Jóhann Helgi Hreinsson í því öðru og hreppti Mikael Bjarki Heiðarsson fyrsta sætið. Þetta er skemmtilegt mót sem er orðið að árlegri hefð í Vatnsendaskóla.