Uppskeruhátíð Menntabúða í Vatnsendakóla

Uppskeruhátíð Menntabúða voru haldnar í Vatnsendaskóla. Þar kynntu nemendur frá öllum grunnskólum í Kópavogi áhugaverð verkefni fyrir kennurum Kópavogs. Nemendur og kennarar þeirra lögðu mikla vinnu í undirbúning kynninga. Yfir 200 kennarar og starfsmenn skóla sóttu menntabúðirnar og var sérstaklega tekið eftir hve nemendur voru fullir sjálfstrausts og gleði við kynningarnar. En alls voru fluttar 29 kynningar á öllum skólastigum grunnskólans. Kór Hörðuvallaskóla söng fyrir gesti í kaffisamsæti í lok menntabúðanna.

Nemendur Vatnsendaskóla voru með sex kynningar:

  • Dýraspítali, verkefni í 3.árgangi sem tengdist lestrarhvatningu.
  • Útikennsla, nemendur í 5.árgangi kynntu verkefni sem eru unnin í útiskólanum í Guðmundarlundi, allt frá núvitund til þess að elda hádegismat fyrir hópinn.
  • Blöðrubílar, tveir hópar í 8.árgangi kynntu bílana sína sem voru knúnir áfram með blöðru.
  • Alheimsvandamálið, verkefni í 9.árgangi. Rannsóknarleiðangur út í geim – Líkan búið til og skýrsla gerð með öllum upplýsingum varðandi leiðangurinn.
  • Vélmennið Ævar, verkefni í 10.árgagni. Nemendur gerðu vélmenni með Arduino tölvu. Vélmennið var forritað. Nemendurnir gerðu vefsíðu og myndbönd til að kynna vélmennið og kenna forritun.

 

Posted in Fréttir.