Frábær árangur á Landsmóti í skólaskák

Mikael Bjarki nemandi í 10.árgangi, Vatnsendaskóla, gerði sér lítið fyrir og sigraði á Landsmóti í skólaskák sem haldið var á Ísafirði um helgina. Þar kepptu 12 nemendur grunnskóla víðsvegar af landinu í þremur aldursflokkum. Mikael Bjarki sigraði í unglingaflokki. Hann er sterkur skákmaður en yfirburðir verða að teljast nokkuð magnaðir, 11 vinningar, fullt hús stiga. Gaman er að segja frá því að Mikael Bjarki byrjaði að stunda skák í 1. bekk og hefur keppt nokkrum sinnum fyrir hönd skólans.

Við óskum Mikaeli Bjarka innilega til hamingju með frábæran árangur.

Posted in Fréttir.