Skólahreysti

Eftir árs pásu frá Skólahreysti keppti Vatnsendaskóli að nýju. Keppendur voru Hrannar og Bryndís í 9. bekk, Eysteinn og Lilja í 10. bekk. Hrannar og Lilja kepptu í hraðabrautinni, Bryndís keppti í armbeygjum og hreystigripi og Eysteinn keppti í upphífingum og dýfum. Varamenn voru Þorvaldur úr 9. bekk og Sara úr 10. bekk.

Okkar fólk var skólanum til mikils sóma og unnum meira að segja tvær greinar. Eysteinn gerði flestar dýfur (45) af öllum keppendum og Bryndís sló öllum við og gerði flestar armbeygjur 43.

Hrannar og Lilja kepptu síðan í hraðabrautinni og kláruðu hana á 3,08 mín. Hugsa að áhorfendamet hafi verið slegið hjá Vatnsendaskóla. En hátt í 80 nemendur og kennarar mætti til að hvetja okkar lið áfram. Vatnsendaskóli endaði að lokum í 4 sæti eftir hetjulega baráttu.

Posted in Fréttir.