Senn líður að lokum sumarleyfa og að skólastarf hefjist. Starfsfólk Vatnsendaskóla hefur þegar hafist handa við undirbúning og hlakkar til að hitta nemendur og foreldra.
Skólasetningardagur nemenda í 1.-10. árgangi er mánudagurinn 25.ágúst. Allir nemendur mæta á sama tíma klukkan 9. Forsjáraðilar eru velkomnir á skólasetningu en að henni lokinni halda nemendur með umsjónarkennurum á heimasvæði. Um þessar mundir er Vatnsendaskóli 20 ára og því verður fagnað á skólasetningunni.
Skólasetningardagur, dagskrá.
- Nemendur mæta kl: 9:00 í íþróttahús Vatnsendaskóla
- Hátíðaræða skólastjóra og skólasetning
- Skemmtiatriði
- Nemendur fara með umsjónarkennurum á heimasvæði
- Dagskrá samvinnudaga kynnt
- Samvinnuleikir
- Afmæliskaka, allir nemendur fá afmælisköku
- Skóladegi lýkur kl: 11:30 hjá öllum nemendum
Frístund er lokuð mánudaginn 25. ágúst og opnar að nýju þriðjudaginn 26. ágúst kl:13:20.
Einstaklingsviðtöl fyrir nemendur í 1. árgangi og forsjáraðila þeirra verða dagana 20., 21. og 22. ágúst. Umsjónarkennarar hafa þegar sent boð til forsjáraðila.
Nýjum nemendum í 2.-10. árgangi er boðið í heimsókn föstudaginn 22. ágúst kl:10:00. Þá hitta þeir umsjónarkennara sína og er boðið að skoða skólann. Skólastjórnendur taka á móti nemendum í anddyri skólans.
Samvinnudagar nemenda eru þriðjudaginn 26. ágúst og miðvikudaginn 27. ágúst.
Skóladagurinn á samvinnudögum er sem hér segir:
1.-7. árgangur kl: 8:10-13:20
8.-10. árgangur kl: 8:30-13:40
Nemendur sem skráðir er í frístund fara þangað að loknum skóladegi kl: 13:20.
Bestu kveðjur,
Stjórnendur Vatnsendaskóla.