Í fyrstu skólavikunni héldum við upp á 20 ára afmæli skólans á afmælishátíð samhliða skólasetningu. Við fengum góða gesti, þau Júlí Heiðar og Dísu, sem tóku nokkur lög og enduðu á að syngja afmælissönginn þar sem nemendur, kennarar og foreldrar tóku undir.
Nemendur komu síðan saman á heimasvæði og fóru í samvinnuleiki. Allir nemendur snæddu afmælisköku í tilefni afmælis skólans og áttu notalega stund með sínum árgangi í hátíðarsalnum.
Í vikunni voru einnig samvinnudagar í skólanum. Nemendur fóru meðal annars í leiki, unnu bekkjarsáttmála og vinabekkir hittust. Frábær fyrsta skólavika að baki.