Kaffihúsafundur Kópavogsbæjar

Föstudaginn 12. september var haldinn kaffihúsafundur Kópavogsbæjar. Nemendur úr öllum grunnskólum Kópavogsbæjar sátu fundinn ásamt bæjarráðsfulltrúum. Fyrir hönd Vatnsendaskóla mættu Óskar Þór Bjarkason úr 6. árgangi, Elvar Orri Sveinbjörnsson úr 8. árgangi og Hrannar Már Másson úr 10. árgangi.  Þeir mættu einnig á Barnaþing Kópavogs sem haldið var í vor.

Nokkrar tillögur voru settar fram og kusu nemendur á milli þeirra eftir umræður um þær í hópum þvert á skóla ásamt bæjarráðsfulltrúum.  Vinsælasta tillagan var frítt í strætó fyrir öll börn að 18 ára aldri. Einnig vildu nemendur sjá hæfileikakeppni milli grunnskólana sbr. Skrekk, fartölvur á unglingastigi, lengri íþróttatíma og morgunmat fyrir alla nemendur.

Fulltrúar undirrituðu svo skjalið og vonandi munum við sjá eitthvað af þessum tillögum í framkvæmd.

Posted in Fréttir.