Nemendur í Vatnsendaskóla tóku þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ í dag. Eins og í fyrra, þá skilgreinum við hlaupið sem ,, Góðgerðarhlaup Vatnsendaskóla“. Að þessu sinni var það val nemenda að styrkja Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Hlaupið gekk mjög vel og var gaman að sjá hvað margir klæddust bleiku í tilefni af hlaupinu. Það er enn hægt að heita á nemendur og styrkja minningarsjóðinn.
Endilega takið þátt og hjálpið okkur að hlaupa til góðs!
Framlög má leggja inn á reikning Vatnsendaskóla, 0537-14-620889, kt 580805-1080.
Í nafni allra í Vatnsendaskóla munum við svo koma einni heildarupphæð til sjóðsins innan skamms.