Vettvangsferð á Hraðastaði hjá 3. árgangi

Nýverið fór 3.árgangur í ferð á Hraðastaði í Mosfellsdal. Árgangurinn fór með rútu á áfangastað með sínum tveimur umsjónarkennurum ásamt tveimur stuðningsfulltrúum. Nína, sem býr á sveitabænum, tók á móti hópnum og sagði frá starfseminni og öllum dýrunum á Hraðastöðum. Þar voru kindur, lömb, hænur, hestar, kanínur, kettir, hundar og naggrísir sem glöddu krakkana mikið.

Krakkarnir gátu rölt sjálf um staðinn til að skoða hin ýmsu dýr og klappa þeim. Hundarnir tveir, Skuggi og Tryggur, vöktu sérstaka lukku hjá krökkunum og undu vel við klappinu sem þeir fengu. Þegar dýrin höfðu verið skoðuð í bak og fyrir var komið að grilluðum pylsum í hádegismat sem skolað var niður með Capri-Sun djús. Þegar komið var að heimför þá vildi rútan ekki fara af stað þannig að við tók góður frjáls tími hjá krökkunum til að leika sér, þangað til ný rúta kom að sækja hópinn. Mikið fjör, mikið gaman, mikil gleði.

 

Posted in Fréttir.