Jólakaffihús

Það hefur verið aldeilis huggulegt í hátíðarsalnum okkar síðustu daga þar sem allir nemendur skólans hafa komið á jólakaffihús. Nemendur hlustuðu á sögu, fengu smákökur og kakó með rjóma og nutu samverustundar með árgangnum sínum og umsjónarkennurum. Þetta eru afar notalegar og hátíðlegar stundir sem hefð hefur skapast fyrir í desember í Vatnsendaskóla.

 

Posted in Fréttir.