Í dag voru haldnir hinir árlegu Jólasveinaleikar Vatnsendaskóla. Nemendur unnu saman í hópum þvert á árganga, leystu hin ýmsu verkefni og unnu sér inn stig sem jólasveinalið. Meðal annars botnuðu nemendur jólalög, byggðu turn úr kaplakubbum, spörkuðu stígvéli eins langt og þeir gátu og sýndu teiknilistir sínar. Dagskránni lauk svo með pizzaveislu í stofum. Þetta var hinn skemmtilegasti dagur.
Úrslit jólasveinaleikanna eru eftirfarandi:
- Stúfur – 1. sæti með 489 stig.
- Sledda – 2. sæti með 472 stig.
- Gangagægir og Lummusníkir – 3. Sæti með 468 stig.
Við óskum öllum nemendum til hamingju með frábæra jólasveinaleika!





