Vetrarhátíð Vatnsendaskóla

Skóladagurinn í dag var með öðru sniði en vanalega. Við héldum upp á bleika daginn auk þess að vera með vetrarhátíð. Vinabekkir frá 1. – 8.árgangs komu saman og unnu að verkefnum sem tengdust október og nóvember. Verkefni tengd norðurljósum og hrekkjavöku skipuðu stóran sess í vinnunni. Auk þess sem sungið var og dansað. Mest spennandi fannst nemendum þó að fara í íþróttahúsið, en þar var settur upp feluleikur í myrkrinu. Nemendur í 9. og 10.árgangi fóru í Sporthúsið. Þar fengu þeir að prufa ýmsar æfingar og þeim gefið tækifæri á að kynnast því sem í boði er í Sporthúsinu. Allir aðilar voru ánægðir með þetta verkefni og við þökkum þeim í Sporthúsinu fyrir að taka svona vel á móti okkur. Dagurinn endaði svo með bleikum grjónagraut sem rann vel niður hjá nemendum.

 

Posted in Fréttir.