Í haust var boðið upp á LEGO val í unglingadeild. Þeir nemendur sem skráðu sig í valið hafa verið önnum kafnir við að undirbúa þátttöku sína í First LEGO League keppninni sem fram fer í Háskólabíói laugardaginn 16. nóvember og munu 20 lið víðs vegar að af landinu taka þátt. Þema ársins er undirdjúpin og er keppt í vélmennakappleik, hönnun og forritun vélmennis, nýsköpunarverkefni og liðsheild. Lið Vatnsendaskóla heitir Kassarnir og verða þeir með bás til að kynna nýsköpunarverkefnið sitt.
Dagskrá keppninnar hefst kl. 9.30 með hátíðaropnun og hefst keppnin sjálf kl. 10.00. Hægt er að fylgjast með keppninni í streymi allan daginn á heimasíðunni FLL Ísland: https://firstlego.is/
Háskólabíó opnar síðan kl. 13.00-16.00 fyrir almenningi. Þá geta gestir fylgst með keppninni og kynnt sér verkefni liðanna. Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður einnig með opið hús. Gaman væri að sjá sem flesta frá Vatnsendaskóla