Skólamót Kópavogs í skák

Í síðustu viku,12.-15. nóvember var haldið skólamót Kópavogs í skák.

Það er gaman að segja frá því að Vatnsendaskóli tók þátt í mótinu og gekk keppendum mjög vel.  A og B sveit á yngsta stigi  (1. og 2. árg.) hrepptu fyrsta sætið í sinni fyrstu keppni í vetur. Keppendur í 3. og 4. árgangi stóðu sig mjög vel, A sveitin náði silfurverðlaunum og B sveitin landaði  bronsinu. Þá vann A sveit elsta stig (8.-10. árg.) gullverðlaun og B sveit elsta stigs landaði bronsinu, virkilega vel gert.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í komandi framtíð, eins viljum við þakka foreldrum fyrir alla þá aðstoð sem þeir veittu.

Posted in Fréttir.