Skólaþing Vatnsendaskóla

Í síðustu viku fór fram árlegt Skólaþing Vatnsendaskóla, þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans komu saman til að ræða tillögur sem koma frá á árgangaþingum. Viðburðurinn, sem haldinn var í skólanum, var haldið með það að markmiði að efla samvinnu milli allra aðila skólasamfélagsins og skapa vettvang þar sem raddir nemenda og foreldra fá að heyrast.

Nemendur á öllum skólastigum tóku virkan þátt og komu með fjölmargar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta skólagönguna. Foreldrar fengu einnig tækifæri til að koma með sjónarmið sín og leggja sitt af mörkum til umræðunnar.

Að loknu Skólaþinginu voru niðurstöður þess teknar saman og  verða þær sendar á Barnaþing Kópavogsbæjar þann 19. mars nk.

Tillögur frá Skólaþingi Vatnsendaskóla

Að bæta skólalóð

  • Setja upp aparóluna aftur
  • Fjölga boltum, sippuböndum og öðru sem hægt er að leika með í útivist
  • Setja hita undir batavöll
  • Setja rennibraut í stóru brekkuna
  • Fjölga útileiktækjum eins vegasalt og trampólín

Skipulag skóla

  • Fjölga íþróttatímum og lengja þá
  • Skóladagurinn hefjist seinna
  • Setja göt í stundatöflu, í byrjun dags og í lok dags

 

Nemendur í 5.-10. árgangi fengu tækifæri til að bjóða sig fram á Barnaþing. Það er gaman að segja frá því að alls buðu sig fram 15 nemendur. María skólastjóri dróg upp úr potti þrjá einstaklinga sem fara á þingið fyrir hönd skólans. Þeir eru : Óskar Þór 5. árg., Elvar Orri 7. árg. og Hrannar 9. árg.  Einnig fer ungmennaráðsfulltrúi skólans sem er Fjóla Kristín í 10. árg.

Skólaþing Vatnsendaskóla hefur nú fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir samræður og samstarf milli allra sem koma að skólastarfinu. Það er von okkar að áframhaldandi samstarf leiði til jákvæðra breytinga sem bæta skólaumhverfið og auka vellíðan allra nemenda.

Posted in Fréttir.