Nemendur fá hjálma að gjöf

Á dögunum fékk 1. árgangur góða heimsókn frá meðlimum Kiwanisklúbbsins Eldeyjar sem komu færandi hendi með reiðhjólahjálma. Krakkarnir fengu einnig endurskinsmerki, buff og bók. Gjafirnar koma sér án efa vel og þakkar 1. árgangur kærlega fyrir sig.

Posted in Fréttir.