Í september er vakin athygli á Gulum september, sem er alþjóðleg herferð til að minna á mikilvægi geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna.
Í því samhengi höldum við gulan dag hér í skólanum, föstudaginn 12. september.
Þennan dag hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju gulu til að sýna stuðning, samstöðu og virkja umræðu um vellíðan, vináttu og að hugsa vel um sjálfan sig og aðra.
Við munum einnig ræða í bekkjum um samkennd, stuðning og hvernig við getum styrkt félagslega og tilfinningalega heilsu okkar.
Við vonumst til að sem flestir taki þátt með okkur – litlu skrefin skipta miklu máli þegar kemur að jákvæðni, samstöðu og umhyggju.
Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið: https://gulurseptember.is/